Dymbilvikan í Napolí & Róm
11. - 16. apríl 2025
Takmarkaður sætafjöldi
Brottför
11.4.2025
Keflavík (KEF)
07:50
Róm (FCO)
14:25
Innifalið 1 x 23 kg. taska og 10 kg. handfarangur
Brottför
16.4.2025
Róm (FCO)
15:25
Keflavík (KEF)
18:15
Innifalið 1 x 23 kg. taska og 10 kg. handfarangur
Ferðin er skipulögð í samstarfi við ferðaskrifstofuna 500 Viaggi s.r.l.
Dagur 1.
Ferðadagur
Brottför í beinu flugi með Icelandair kl. 08:00 með áætlaða lendingu í Róm kl. 13:30.
Við förum saman til rútunnar sem mun flytja okkur á hótelið okkar rétt utan við Napolí. Ferðin þangað mun taka um 2 klst.
Eftir komu á hótelið, munu gestir fá afhent sín herbergi og í framhaldi getað slakað á í fallegu umhverfi.
Hópurinn mun svo hittast í fordrykk eftir að við erum búin að koma okkur fyrir til að kynnast og fara yfir næstu daga.
(innifalið í ferð)
Dagur 2.
Pasta & Pompeii
Eftir morgunverð munum við halda til Gragnano, lítils fjallaþorps uppi í hlíðum Napolíflóa, sem kallaður er höfuðstaður hins þurrkaða pasta, en þar var sú aðferð fundin upp í byrjun 14. aldar.
Við munum skoða okkur aðeins um í bænum áður en að við heimsækjum einn af helstu pastaframleiðendum bæjarins, til að kynna okkur framleiðsluna og fylgjast svo með því hvernig kokkarnir þeirra elda pasta á fullkominn máta og njóta síðan afrakstrarins saman. Hádegismatur og drykkir eru innifaldir.
Í framhaldi eða um klukkan 14:00, höldum við til hinnar mögnuðu Pompeii, til að skoða furðulega vel varðveittar mynjar Rómaveldis, í borg sem fórst í gjóskugosi árið 79 f.
Kr. Leiðsögumaður á vegum safnsins mun fylgja okkur um svæðið, með íslenskum túlki.
Dagur 3.
Napoli
Eftir morgunverð, tökum við farangurinn með okkur inn í rútu og höldum til hinnar mögnuðu Napolíborgar. Áætlaður komutími er um kl. 11:00.
Við förum úr rútunni í nágrenni við Piazza Plebiscito sem er mjög miðsvæðis. Þeir sem vilja, geta komið með í stuttan göngutúr með farastjórum, til að átta sig aðeins á borginni og fara yfir helstu kennileyti.
Við munum hafa frjálsan tíma í Napólí til 16:00.
Hópurinn hittist svo á fyrirfram ákveðnum stað og mun ganga saman að rútunni.
Þaðan munum við halda til Rómar á hótelið okkar, sem er í u.þ.b. þriggja klukkustunda akstri frá Napolí.
Lyklar að herbergjunum munu bíða okkar við komuna á hótelið í Róm og ráðstöfun kvöldsins er frjáls.
Dagur 4.
Skoðunarferð um Róm
Eftir morgunverð, verður boðið upp á skoðunarferð um Róm með fararstjórum, þar sem skoðuð verða mörg af helstu kennileitum borgarinnar eilífu og fræðst aðeins um magnaða sögu hennar.
Göngutúrinn mun taka rétt rúma 2 klukkutíma, og í framhaldi verður frjáls tími það sem eftir er dagsins.
Árið 2025 er hið heilaga ár í Róm skv. kaþólskri kirkju. Rómarborg mun skarta sínum fegursta skrúða þetta árið og því einstakt tækifæri til að upplifa borgina eilífu á þessum tíma.
Dagur 5.
Péturskirkjan í Róm
Eftir morgunverð höldum við saman til Péturskirkjunnar í Róm. Þau sem vilja fremur heimsækja Vatíkansafnið munu getað nýtt tímann í það, en ráðlagt er að bóka skoðunarferð í safnið með góðum fyrirvara.
Péturskirkjan geymir ógrynni safngripa og menningarverðamæta, en einnig getur fólk farið upp í hvelfingu Péturskirkjunnar og notið útsýnissins þaðan yfir Róm, eða farið í hvelfingarnar fyrir neðan.
Hópurinn mun svo sameinast á veitingastað í nágrenni Vatíkansins, um klukkan 14:00, og borða saman síðbúinn hádegisverð.
Hádegisverður og meðfylgjandi veigar eru innfaldar.
Eftir hádegisverðinn er frjáls tími.
Dagur 6.
Heimferð
Ferðadagur. Eftir morgunverð munum við tékka okkur út af hótelinu, en smá tími mun gefast til að skoða sig aðeins betur um í borginni eða versla, áður en við höldum af stað áleiðis upp á flugvöll.
Brottför heim er áætluð kl. 15:55.
Innifalið í verði:
Verð ferðar er 259.000 þúsund krónur á mann. m.v. 2 í herbergi. Fyrir þá sem vilja vera í sér herbergi bætast 54.000 þúsund krónur við verð ferðar. Innifalið: Beint flug með Icelandair til Rómar ásamt 23 kg. tösku og 10 kg. handfarangri. Rútuferðir skv. ferðalýsingu. Morgunverður alla daga. 2 nætur á 4 stjörnu hótelinu Casal dell'Angelo, rétt utan við Napolí. 3 nætur á 4 stjörnu hóteli miðsvæðis í Róm, Best Western Plus Hotel Universo. Hittingur og fordrykkur eftir innritun á hótel í Napolí. Skoðunarferð hjá litlum pastaframleiðanda í Gragnano, ásamt tveggja rétta hádegisverði, drykkjum og eftirrétti. Aðgangur að Pompeii og leiðsögn um svæðið með reyndum staðarleiðsögumanni sem og íslenskumælandi túlk. Skoðunarferð um helstu kennileyti og sögustaði Rómar með íslenskri leiðsögn. Skoðunarferð í Péturskirkjuna með íslenskri leiðsögn. Ekta ítalskur hádegisverður með drykkjum, í nágrenni við Vatíkanið. Íslensk fararstjórn. Ekki innfalið: Aðangur að söfnum, gistináttaskattur sem greiddur er á hótelum, og annað sem ekki er tekið fram að sé innifalið. Annað: Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft nema að ferðinni verði aflýst. Lokagreiðsla þarf að berast fyrir 6 - 8 vikum fyrir brottför. Greitt er beint til 500 Viaggi s.r.l. Nákvæmar upplýsingar varðandi erlenda millifærslu verða sendar til þeirra þátttakenda sem skrá sig í ferðina. Athugið að sætaframboð í þessa ferð er takmarkað. Ferðaskrifstofan / fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjánlegar aðstæður gefa tilefni til.