top of page
P1170245.jpg
VENEZIA.jpg

Námsfrí á Ítalíu

Tungumálaskólinn Campus Magnolie er í litlu þorpi, Castelraimondo, í hinu rómaða Marche – héraði í hjarta Ítalíu, um 200 km norðaustan við Róm, nálægt fallegum ströndum Adríahafsins. Skólinn er sérlega vel búinn og hefur á snærum sínum frábæra kennara. 

Í boði eru mismunandi ítölskunámskeið, allt frá byrjendanámskeiðum upp í námskeið fyrir þá allra færustu. Grunnverð er sérlega hagstætt eða 1190 evrur, fyrir fjögra vikna námskeið með gistingu og fjölda skoðunarferða.

Jóhanna hefur skipulagt Námsfrí á Ítalíu í 18 ár og á þeim tíma hefur mikill fjöldi Íslendinga, á öllum aldri, notað tækifærið til að kynnast ítalskri tungu og menningu betur.

Innifalið í verði

Gisting í fjórar vikur, 90 kennslustundir og ýmsar skoðunarferðir þ.á m. ferðir til Rómar, Flórens og aðrar ferðir til nálægra menningarborga í héraði.  Hægt er að uppfæra gistinguna í sér íbúð eða aðstöðu í Agriturismo Villa Casabianca, gegn aukagjaldi. 

Skipulagðar ferðir gegn vægu gjaldi verða til: Napólí, Feneyja, Verona, Garda - vatnsins, Cinque Terre, San Marino og til Puglia. Auk þess er boðið upp á margskonar skemmtikvöld þ.á m. karókí, mataruppákomur, kvikmyndasýningar o.fl.

 

Flug er ekki innifalið.

 Heimasíða skólans er: www.campusmagnolie.it.

Arrivederci!

IMG_2838.jpg

Hafðu samband! 

bottom of page