top of page
Njóttu þín í hjarta Ítalíu!
basilica-in-assisi-umbria-italy-2023-11-27-04-59-28-utc_edited_edited.jpg

Upplifun, dekur & menning í Marche, Umbria & Róm

21. - 28. júlí 2025

 Takmarkaður sætafjöldi

Brottför marche Júlí 2025.jpg

Ferðin er skipulögð í samstarfi við ferðaskrifstofuna 500 Viaggi s.r.l. 

500 viaggio.jpg
beautiful-castle-in-spoleto-umbria-in-italy-2023-11-27-04-50-53-utc.jpg
_TER0986.jpg

Dagur 1.

Ferðadagur

Brottför í beinu flugi með Icelandair kl. 07:50 með áætlaða lendingu í Róm kl. 14:25.

Frá flugvellinum í Róm höldum við beint á fjögurra stjörnu Spa hótelið sem bíður okkar í hlíðum Sibillini þjóðgarðsins í Marche. Ferðin þangað mun taka um 3.5 klst. með stuttu stoppi. Fararstjórar munu fylgja hópnum í rútuna, sem bíður eftir okkur á á flugvellinum.

Leiðin þangað er falleg og fjölbreytt og stutt stopp verður gert á leiðinni. Eftir komu á hótelið, munu gestir fá afhenda lykla að herbergjunum og í framhaldi getað slakað á í fallegu umhverfi.

Mjög góður veitingastaður er á hótelinu.

Dagur 2.

Spa dagur og hádegisverður uppi í fjöllum Sibillini

Eftir morgunverð er frjáls tími en innifalið þann dag verður fullt aðgengi að spa svæði hótelsins, inni- og útisvæði, sólbekkjum og sundlaug.

Upp úr hádegi ökum við svo stuttan spöl til veitingastaðar uppi í hæðum Sibillini þjóðgarðsins, þar sem við munum njóta hádegisverðar á ítalska vísu.

Eftir hádegisverð verður frjáls tími en spa svæði hótelsins mun áfram verða aðgengilegt fyrir þá sem vilja.

_TER1657.jpg
IMG_1478.jpeg
fields-and-vineyards-in-the-countryside-tuscany-2023-11-27-05-20-08-utc.jpg
active-senior-couple-riding-electric-bicycles-on-t-2024-10-22-05-56-51-utc.jpg

Dagur 3.

Hjólaferð um sveitir Marche og vínsmökkun

Eftir morgunverð munum við halda saman í hjólreiðatúr um sveitir Marche.  

 

Um er að ræðar frekar auðvelda hjólaferð sem ætti að vera aðgengileg fyrir alla. Á leiðinni munum við stoppa hjá vínframleiðanda og fá tækifæri til að bragða úrvals vín sem og smakka hágæða vörur úr héraði.

Þau sem vilja heldur slappa af, stendur til boða að njóta dagsins á spa svæði hótelsins, þeim að kostnaðarlausu. 

Um kvöldið verður boðið upp á kvöldverð á veitingastað hótelsins sem er innifalinn. 

Dagur 4.

Skoðunarferð til miðaldabæjanna Assisi & Gubbio

Eftir mörgunverð munum við halda til bæjarins Assisi

sem er frægur fyrir að vera fæðingastaður heilags Fransis.

 

Assisi er í um 50 mínútna akstri í burtu og þar munum við fara saman í stutta skoðunarferð um bæinn og í framhaldi verður frjáls tími fyrir fólk til að skoða sig um.

 

Við munum svo safnast saman eftir hádegismat og halda saman til Dómkirkju heilags Fransis. Kirkjan er í gotneskum stíl og á margan hátt algjörlega einstök, verandi skreytt freskum eftir Giotto og Cimabue.

Um klukkan 15:00 leggjum við svo af stað áleiðis til Gubbio, sem er miðaldabær í Umbria, í hæðum fjallsins Ingino.

 

Bærinn er rómaður fyrir einstaka byggingarlist, mikilvægar fornleifar og hina árlegu miðaldarhátíð La corsa dei ceri.

 

Við munum fara upp á tind Ingino með kláfi og njóta einstaks útsýnis yfir fagrar sveitir Umbria. 

Gubbio.jpg
basilica-in-assisi-umbria-italy-2023-11-
Conero spiaggia.jpg
Spiaggia Eugenio.jpg

Dagur 5.

Strandaferð til Adríahafsins

Eftir morgunverð er ferðinni heitið til einnar af fegurstu ströndum Adríahafsins við bæina Sirolo & Numana.

 

Deginum verður varið á ströndinni, sem er í rétt rúman klukkustunda akstur frá hótelinu. 

Eftir ströndina verður boðið upp á vín og ólívuolíusmökkun í einni helstu vínbúð svæðisins.

Eftir að heim á hótel er komið er hægt að borða á hótelinu eða fara á einn af skemmtilegu veitingastöðunum í þorpinu Castelraimondo, sem er skammt frá.

Um kvöldið verður boðið upp á kvöldverð á veitingastað hótelsins sem er innifalinn. 

Dagur 6.

Haldið til Rómar!

Eftir morgunverð kveðjum við Marche og höldum til Rómar. Áætlaður komutími þangað er um kl. 13.30.

Árið 2025 er hið heilaga ár í Róm skv. kaþólskri kirkju. Rómarborg mun skarta sínum fegursta skrúða þetta árið og því einstakt tækifæri til að upplifa borgina eilífu á þessum tíma.

Eftir að hafa komið töskunum okkar fyrir á hótelinu mun fólk hafa frjálsan tíma til að njóta alls þess sem þessi yndislega borg hefur upp á að bjóða.

spanish steps II.jpg
IMG_1743_edited.jpg

Dagur 7.

colosseum-at-sunrise-in-rome-2024-10-11-05-36-10-utc.jpg

Skoðunarferð um Róm & ítalskur hádegisverður við Vatíkanið

Eftir morgunverð verður boðið upp á skoðunarferð með fararstjórum um mörg af þekktustu kennileitum Rómarborgar.

Skoðunarferðinni lýkur í sameiginlegum hádegisverði á veitingastað í nágrenni við Péturskirkjuna. Þar munum við njóta saman dýrindis veiga á rómverska vísu.

Í framhaldi verður frjáls tími til að njóta eftirmiðdagsins og kvöldsins í þessari yndislegu borg.

Pantheon II.jpg
rome-italy-man-training-on-kayak-near-aelian-bri-2023-11-27-05-27-22-utc (1).jpg

Dagur 8.

Ferðadagur

Ferðadagur. Eftir morgunverð, er frjáls tími, en rútan mun leggja af stað frá hótelinu ekki seinna en kl. 12:00 á hádegi.

VIð höldum síðan af stað áleiðis til Fiumicino-flugvallarins, en þangað er aðeins um 30 - 40 mínútna akstur.

Brottför heim er áætluð kl. 15:55.

Departure.jpg

Innifalið í verði:

Verð ferðar er 329.000 þús á mann. m.v. 2 í herbergi. Fyrir þá sem vilja vera í sér herbergi bætast 55.000 þúsund krónur við. Innifalið: Beint flug með Icelandair til Rómar ásamt 23 kg. tösku og 10 kg. handfarangri. Rútuferðir skv. ferðalýsingu. Morgunverður alla daga. 5 nætur á 4 stjörnu Spa hóteli í þjóðgarðinum Sibillini í Marche. Tveir kvöldverðir á glæsilegum veitingastað hótelsins í Marche (án drykkja). 2 nætur á 4 stjörnu hóteli í Róm Dagur á Spa svæði hótelsins í Marche, og langur hádegisverður uppi í hæðum þjóðgarðsins. Hjólaferð um sveitir Marche og vínsmökkun. (Eða fólk getur valið að slaka á og njóta á spa svæði hótelsins í staðinn). Skoðunarferð til Assisi, fæðingarbæjar heilags Fransis, verndara Ítalíu. Skoðunarferð til Gubbio í Umbria Strandarferð til Numana við Conero - ströndina, ásamt vín og ólívuolíusmökkun. Skoðunarferð um helstu kennileiti Rómar ásamt hádegisverði í nágrenni við Vatíkanið. Íslensk fararstjórn. Fjöldi þátttakenda mun takmarkast við aðeins 28 manns. Lágmarks fjöldi þátttakenda í ferð er 20 manns. Ekki innfalið: Aðangur að söfnum, gistináttaskattur sem greiddur er á hóteli, aðgangur að Spa svæði hótelsins þá daga sem ferðir eru í boði, strandabekkir í Numana og annað sem ekki er tekið fram að sé innifalið. Annað: Staðfestingargjald er 60.000 kr. og er óafturkræft nema að ferðinni verði aflýst. Lokagreiðsla þarf að berast fyrir 6 - 8 vikum fyrir brottför. Ferðaskrifstofan / fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjánlegar aðstæður gefa tilefni til.

Skráðu þig á forgangslista fyrir ferðina hér!

Vinsamlega tilgreinið fjölda einstaklinga sem verið er að skrá.

2025-001.jpg

InItalia Travel

bottom of page