top of page
Vineyards and olives.jpg
IMG_3836.JPG
Jógaferð til hjarta Ítalíu!

Jóga og hreyfing með Maríu Hólm í Sibillini-þjóðgarðinum 

22. - 29. september 2025

 Takmarkaður sætafjöldi

Jógaferð.jpg
download.jpg
beautiful-castle-in-spoleto-umbria-in-italy-2023-11-27-04-50-53-utc.jpg
_TER0986.jpg

Dagur 1.

Ferðadagur

Brottför í beinu flugi með Icelandair kl. 07:50 með áætlaða lendingu í Róm kl. 14:25.

Frá flugvellinum í Róm höldum við beint á fjögurra stjörnu Spa hótelið sem bíður okkar í hlíðum Sibillini þjóðgarðsins í Marche. Ferðin þangað mun taka um 3.5 klst. með stuttu stoppi. Fararstjórar munu fylgja hópnum í rútuna, sem bíður eftir okkur á á flugvellinum.

Leiðin þangað er falleg og fjölbreytt og stutt stopp verður gert á leiðinni. Eftir komu á hótelið, munu gestir fá afhenda lykla að herbergjunum og í framhaldi getað slakað á í fallegu umhverfi.

Mjög góður veitingastaður er á hótelinu.

Dagur 2.

Spa dagur og hádegisverður uppi í fjöllum Sibillini

Eftir jóga og morgunverð er frjáls tími en innifalið þann dag verður fullt aðgengi að spa svæði hótelsins, inni- og útisvæði, sólbekkjum og sundlaug.

Fyrir þá sem vilja verður boðið upp á að fara í gönguferð annarsvegar og hlaupaferð hinsvegar um nágrennið. 

Upp úr hádegi ökum við svo stuttan spöl til veitingastaðar uppi í hæðum Sibillini þjóðgarðsins, þar sem við munum njóta hádegisverðar á ítalska vísu.

Eftir hádegisverð verður frjáls tími en spa svæði hótelsins mun áfram verða aðgengilegt fyrir þá sem vilja.

_TER1657.jpg
hairs-and-a-table-for-guests-decorated-with-candl-2025-01-09-05-18-31-utc.jpg
fields-and-vineyards-in-the-countryside-tuscany-2023-11-27-05-20-08-utc.jpg
bike-handle-bar-with-lake-and-sunshine-in-the-back-2025-01-16-08-10-54-utc.jpg

Dagur 3.

Hjólaferð um sveitir Marche og vínsmökkun

Eftir jóga og morgunverð munum við halda saman í hjólreiðatúr um hæðir Sibillini-þjóðgarðsins.

 

Svæðið er mjög hæðótt og fallegt en hjólaferðin ætti að vera aðgengileg öllum í góðu formi. 

 

Við munum fræðast um sveitina og sögu hennar og á leiðinni munum við stoppa hjá vínframleiðanda og fá tækifæri til að bragða úrvals vín sem og smakka hágæða vörur úr héraði. Hjólaferðin mun taka um 4 - 5 klst.

Þau sem vilja heldur slappa af, stendur til boða að njóta dagsins á spa svæði hótelsins, þeim að kostnaðarlausu. 

Yin Jóga fyrir kvöldverð 

Boðið verður upp á kvöldverð á veitingastað hótelsins sem er innifalinn. 

Dagur 4.

Skoðunarferð til miðaldabæjanna Assisi & Gubbio

Eftir jóga og morgunverð munum við halda til bæjarins Assisi sem er frægur fyrir að vera fæðingastaður heilags Fransis. 

 

Assisi er í um 50 mínútna akstri í burtu og þar munum við fara saman í skoðunarferð um bæinn og í framhaldi verður frjáls tími fyrir fólk til að skoða sig um. 

Við munum svo safnast saman eftir hádegismat og halda saman til Dómkirkju heilags Fransis. Kirkjan er í gotneskum stíl og á margan hátt algjörlega einstök, verandi skreytt freskum eftir Giotto og Cimabue.

 

Um klukkan 15:00 leggjum við svo af stað áleiðis til Gubbio, sem er miðaldabær í Umbria, í hæðum fjallsins Ingino.

 

Bærinn er rómaður fyrir einstaka byggingarlist, mikilvægar fornleifar og hina árlegu miðaldarhátíð La corsa dei ceri.

 

Við munum fara upp á tind Ingino með kláfi og njóta einstaks útsýnis yfir fagrar sveitir Umbria. Þeir sem vilja geta líka gengið upp á Ingino, eða niður hlíðar fjallsins.

 

basilica-in-assisi-umbria-italy-2023-11-
Gubbio.jpg
rural-landscape-near-recanati-italy-2025-01-07-15-58-48-utc.jpg
IMG_5600.jpg

Dagur 5.

Gönguferð uppi í hæðum Sibillini þjóðgarðsins. Slakað á við sundlaugarbakka með útsýni

Eftir jóga og  morgunverð höldum við í stutta ökuferð upp í hæðir Sibillini þjóðgarðsins og stoppum á agriturismo með frábærum veitingastað og sundlaugaraðstöðu þar sem útsýnið er engu líkt.

Þaðan verður haldið í hraða gönguferð um hæðirnar, þar sem við munum njóta hreyfingarinnar og dásamleg útsýnis yfir hæðir Marche.

Þeir sem vilja geta borðað á veitingastaðnum sem er klassíska rétti úr héraði og góð vín á sanngjörnu verði.

Við munum svo geta slakað á við sundlaugarbakkann á sólbekkjum þar til að við höldum aftur heim á hótel.

 

Sólbekkir eru innifaldir í verði. 

Yin Jóga fyrir kvöldverð 

Dagur 6.

Strandaferð til Adríahafsins

Eftir jóga og morgunverð er ferðinni heitið til einnar af fegurstu ströndum Adríahafsins við bæina Sirolo & Numana.

 

Deginum verður varið á ströndinni, sem er í rétt rúman klukkustunda akstur frá hótelinu. 

Eftir ströndina verður boðið upp á vín og ólívuolíusmökkun í einni helstu vínbúð svæðisins.

Um kvöldið verður boðið upp á kvöldverð á veitingastað hótelsins sem er innifalinn í verði. 

Conero spiaggia.jpg
Spiaggia Eugenio.jpg

Dagur 7.

colosseum-at-sunrise-in-rome-2024-10-11-05-36-10-utc.jpg

Skoðunarferð um Róm & ítalskur hádegisverður við Vatíkanið

Eftir jóga og snemmbúinn morgunverð munum við kveðja hótelið okkar og halda til Rómar. Áætluð koma þangað er um kl. 11:00

 

Við munum skilja farangurinn okkar eftir í rútunni og halda í skoðunarferð með fararstjórum um mörg af helstu  kennileitum Rómarborgar. 

Skoðunarferðinni lýkur í sameiginlegum hádegisverði á veitingastað í nágrenni Péturskirkjunnar. Þar sem við munum við njóta saman dýrindis veiga á rómverska vísu, sem er innifalinn í verði.

​Rútan bíður okkar við  Péturskirkjuna og keyrir okkur á hótelið, sem er rétt fyrir utan Róm, í nágrenni við Fiumicino-flugvöllinn.

Pantheon II.jpg
rome-italy-man-training-on-kayak-near-aelian-bri-2023-11-27-05-27-22-utc (1).jpg

Dagur 8.

Ferðadagur

Eftir morgunverð, munum við tékka út af hótelinu og halda af stað áleiðis til Fiumicino-flugvallarins, en þangað er aðeins um 15 mínútna akstur. 

​Á leiðinni upp á flugvöll mun okkur gefast kostur á að koma við í verslunarmiðstöðinni Parco Leonardo, sem er rétt við flugvöllinn.

Brottför heim er áætluð kl. 15:45.

view-across-the-alps-seen-from-a-passenger-plane-w-2023-11-27-05-05-52-utc.jpg

Innifalið í verði:

Verð ferðar er 349.000 þús á mann. m.v. 2 í herbergi. Fyrir þá sem vilja vera í sér herbergi bætast 55.000 þúsund krónur við. Innifalið: Beint flug með Icelandair til Rómar ásamt 23 kg. tösku og 10 kg. handfarangri. Rútuferðir skv. ferðalýsingu. Power yoga alla morgna á hótelinu. Tvisvar sinnum Yin yoga fyrir kvöldmat. Morgunverður á hótelum alla daga. 6 nætur á 4 stjörnu Spa hóteli í þjóðgarðinum Sibillini í Marche. Tveir kvöldverðir á glæsilegum veitingastað hótelsins í Marche (án drykkja). 1 nótt á 4 stjörnu hóteli rétt utan við Róm. Dagur á Spa svæði hótelsins í Marche, og langur hádegisverður uppi í hæðum þjóðgarðsins. Hjólaferð um sveitir Marche og vínsmökkun. Skoðunarferð til Assisi, fæðingarbæjar heilags Fransis, verndara Ítalíu. Skoðunarferð til Gubbio í Umbria Strandarferð til Numana við Conero - ströndina, ásamt vín og ólívuolíusmökkun. Skoðunarferð um helstu kennileiti Rómar ásamt hádegisverði í nágrenni við Vatíkanið. Íslensk fararstjórn. Takmarkaður fjöldi þáttakenda. Lágmarks fjöldi þátttakenda í ferð er 20 manns. Ekki innfalið: Aðangur að söfnum, gistináttaskattur sem greiddur er á hóteli, aðgangur að Spa svæði hótelsins þá daga sem ferðir eru í boði, strandabekkir í Numana og annað sem ekki er tekið fram að sé innifalið. Annað: Staðfestingargjald er 60.000 kr. og er óafturkræft nema að ferðinni verði aflýst. Lokagreiðsla þarf að berast fyrir 5 vikum fyrir brottför. Ferðaskrifstofan / fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjánlegar aðstæður gefa tilefni til.

Skráðu þig á forgangslista fyrir ferðina hér!

Vinsamlega tilgreinið fjölda einstaklinga sem verið er að skrá.

2025-001.jpg

InItalia Travel

bottom of page