

Sérfræðingar um Ítalíu
Aðstandendur InItalia eru sérfræðingar um Ítalíu, eftir að hafa búið þar og starfað lengi, auk þess að hafa ferðast og upplifað töfra landsins með yfir þúsund Íslendinga í gegnum árin.
Öflugt tengslanet
InItalia býr að breiðu og öflugu tengslaneti á Ítalíu sem kemur sér vel þegar skipuleggja þarf óhefðbundnar uppákomur.
Við erum í nánu sambandi við skólastofnanir vítt og breitt um Ítalíu og höfum skipulagt fjölda skólaheimsókna í gegnum árin.
Sérhannaðar ferðir
Markmið ferða sem og kostnaðaráætlanir eru mismunandi en okkur er umhugað um að hver ferð á okkar vegum verði einstök.
Við höfum lengi álitið að lífið sé of stutt fyrir slæm hótel og því leggjum við okkur sérstaklega fram við finna gæðahótel fyrir ferðafélaga okkar, hvar sem við erum.
Ferðaskrifstofan sem ferðast með þér
Dymbilvikan í Napolí & Róm
UPPSELD
11. apríl-16. apríl 2025
Ferðinni hefur verið lokað
Sagan okkar
Við hjónin áttum okkar fyrsta stefnumót í Róm árið 2012, þegar Guðjón var þar í skiptinámi, að ljúka við meistaragráðu frá Copenhagen Business School. Eftir að hafa ráfað um borgina langt fram á nótt, þar sem við sýndum hvort öðru uppáhaldsstaðina okkar, vorum við bæði kolfallin fyrir hvort öðru og það var ekki aftur snúið. Þrátt fyrir að hafa verið uppáhaldsborg okkar beggja áður, á Róm nú sérstakan stað í hjörtum okkar, sem og Ítalía.

Hjólað í Napolí
Hjólað frá ströndinni Napolí
Sungið yfir hæðir Toscana
Umsagnir ferðalanga




